top of page
Skilmálar grunnform.is
1. Inngangur

Velkomin á grunnform.is! Þessir skilmálar og notkunarskilmálar gilda um notkun vefsíðunnar grunnform.is og þeirri þjónustu sem hún veitir. Skilmálarnir gilda á milli "Grunnform ehf." (441207-0180) og "viðskiptavina" félagsins. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú að fylgja skilmálunum. Ef þú ert ekki sammála skilmálunum, vinsamlegast hættu notkun á síðunni

2. Notkunarskilmálar

Viðskiptavinir verða að vera 18 ára eða eldri eða hafa samþykki forráðamanns til að nota þjónustuna. Aðgangur að keyptu efni er bundinn við einstaklinginn sem keypti það og má ekki deila með öðrum.

Allt efni á grunnform.is, þar með talið myndbönd, textar og annað stafrænt efni, er höfundarréttarvarið og má ekki afrita, dreifa eða selja áfram án leyfis. Brot á þessum skilmálum getur leitt til þess að aðgangi verði lokað án fyrirvara.

3. Kaup og greiðslur

Öll viðskipti fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Rapyd. Þegar notandi kaupir stafrænt efni á síðunni er greiðslan skuldfærð strax og veitir um leið aðgang að keyptu efni.

Öll verð eru tilgreind í íslenskum krónum (ISK) nema annað sé tekið fram. Greiðslur eru endanlegar nema annað sé tekið fram í endurgreiðslustefnu. Ef greiðsla fer ekki í gegn eða ef notandi lendir í vandamálum með aðgang að efni, skal hafa samband við Grunnform ehf. á grunnform@grunnform.is

4. Endurgreiðslustefna

Þar sem um stafrænt efni er að ræða, eru allar greiðslur endanlegar og ekki er boðið upp á endurgreiðslur nema að tæknileg mistök hafi orðið af hálfu Grunnform ehf.

Ef notandi lendir í vandræðum við að fá aðgang að efni eða tæknilegum örðuleikum, er hann hvattur til að hafa samband við Grunnform ehf. á grunnform@grunnform.is

5. Persónuvernd

Við hjá Grunnform tökum persónuvernd notenda alvarlega og vinnum með allar upplýsingar í samræmi við íslensk lög og GDPR-reglur Evrópusambandsins. Við söfunum eingöngu þeim persónuupplýsingum sem eru nauðsynlegar til að veita þjónustu og við deilum þeim ekki með þriðja aðila nema nauðsynlegt sé, t.d. við greiðslu.

Vefsíðan notar vafarakökur (cookies) til að bæta notendaupplifun. Notendur geta stillt vafrann sinn til að hafna vafrakökum, en það getur haft áhrif á virkni vefsíðunnar.

6. Breytingar á skilmálum

Grunnform áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Breytingar taka gildi um leið og þær eru birtar á vefsíðunni. 

Notendur eru hvattir til að skoða þessa skilmála reglulega til að vera meðvitaðir um uppfærslur. Ef notandi heldur áfram að nota þjónustuna eftir breytingar telst það vera samþykki á nýjum skilmálum.

7. Lögsaga og ábyrð

Þessir skilmálar falla undir íslensk lög og allar deilur sem kunna að koma upp skulu leystar fyrir íslenskum dómstólum.

Grunnform ehf. ber enga ábyrgð á skemmdum eða tjóni sem gæti hlotist af notkun á efninu, hvort sem um er að ræða beina eða óbeina ábyrgð. Notendur bera sjálfir ábyrgð á því að tryggja að þeir séu líkamlega færir um að framkvæma æfingar sem sýndar eru í myndböndum vefsíðunnar og gera þær alfarið á eigin ábyrgð. 

8. Hafðu samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa skilmála getur þú haft samband við okkur í gegnum

Netfang: grunnform@grunnform.is

© 2025 Grunnform ehf.
201 Kópavogur
Ísland

bottom of page