top of page

Grunnform

Grunnform er vefsvæði sem styður þig við að koma hreyfingu og slökun inn í þitt daglega líf. Hugmyndafræðin mín er að samþætta hina ýmsu tegundir æfingakerfa til að þú getir mætt þér þar sem þú ert hverju sinni. 
Án allra öfga og án þess að keyra þig í kaf. Þetta er ekki hugsað sem átak heldur leið til að gera hreyfingu og slökun hluta að þinni rútínu.

Ágústa Ýr

Sjúkraþjálfari
AYS-Vefur-png.png

Sjúkraþjálfari með yfir áratugs reynslu af hóptímaþjálfun og brennandi áhuga á að aðstoða fólk við að bæta lífsgæðin sín og lifa betra lífi með líkamlegum kvillum. Helsta reynsla af þjálfun og fyrirlestrum fyrir einstaklinga með vefjagigt og langvinna verki. 

 

Starfa í Sjúkaþjálfun Styrk og Þraut miðstöð vefjagigtar við hóptímakennslu og fyrirlestra.

Er yogakennari með viðbótarréttindi í yoga nidra, stólajóga, yin yoga, öndunarkennslu og bandvefslosun. Hef einnig tekið kennaranámskeið í Pilates, Barre og styrktarþjálfun.

© 2025 Grunnform ehf.
201 Kópavogur
Ísland

bottom of page