top of page

Eru konur bara litlir karlar?

Eru konur bara litlir karlar?


Þetta er setning sem er vinsæl í heimi vísinda í dag og kemur frá vísindakonunni Stacy Sims. Hér er vísað í það að flestar rannsóknir eru gerðar á karlmönnum og fyrir karlmenn. Þó heimur skánandi fer og rannsóknarhallinn fari minnkandi þá er staðreyndin sú að við vitum mun betur hvernig áhrif hreyfingar, matar og lyfja hafa á karlmenn en konur. 

Þegar við skoðum líffræðilegan mun kynjanna þá sjáum við út frá þeim rannsóknum sem til eru að konur er bara alls ekki litlir karlar. Mismunandi hlutir virka fyrir konur vegna mismunandi líkamsstarfsemis. Sem dæmi má nefna: mismunandi hormóna- og taugakerfi ásamt því að uppbygging vöðva hjá konum er önnur en hjá karlmönnum.


Horfum á líkamsstarfsemina og förum yfir nokkra punkta sem aðgreina kynin þegar kemur að hreyfingu og heilsu.


Konur geta yfirleitt æft hvern vöðvahóp oftar í viku en karlmenn, tekið fleiri æfingar í röð og þurfa yfirleitt minni hvíld á milli æfinga heldur en karlmenn. Getur það verið vegna þess að konur hafa meira estrogen sem kemur í veg fyrir niðurbrot í vöðvum.

Einnig getur blóðþrýstingurinn spilað hér inn í. Blóðþrýstingur kvenna er yfirleitt lægri á æfingum en hjá karlmönnum. Bruninn í vöðvunum verður því minni og konur þola yfirleitt meira álag. Enn annað sem aðgreinir kynin og styður ofangreindan punkt er að samsetning vöðva kvenna er ólík karlmönnum þegar litið er á vöðvaþræði (konur hafa fleiri hægvirka vöðvaþræði). Það veldur því að konur geta æft í lengri lotum á æfingum og þurfa minni hvíld á milli æfinga/setta. Konur þola því að gera fleiri æfingar í röð en karlmenn. Að sama skapi þegar litið er vöðvabyggingu og mismunandi vöðvaþræði þá er betra fyrir konur að æfa aðeins hægar. Er það vegna þess að konur hafa ekki jafn mikinn sprengikraft í vöðvunum eins og karlmenn. Konur ættu að geta nýtt sér þessa kosti þegar litið er á hvernig við plönum æfingu/hreyfingu dagsins.


Föstur hafa verið vinsælt viðfangsefni undanfarin ár og margar rannsóknir sem styðja mikilvægi þess að fasta. Rannóknir virðast vera sammála um það að það er gott að hvíla meltinguna hluta úr sólarhring. Yfirleitt hentar það flestum að borða kvöldmat í fyrra fallinu og fasta fram að næsta morgni. Vinsælt hefur verið að fasta enn lengur eða fram á hádegi og margar rannsóknir sem styðja það. Þegar við horfum betur á megin þunga rannsókna sem styðja lengri föstur eru þær yfirleitt gerðar á karlmönnum. Við erum ekki öll eins því oft heyrast dæmi um það að gagnkynja hjón fari á sama mataræðið og fasti t.d. Í 16 klst og borða svo í 8 klst. Smjörið lekur af karlmanninum en konan jafnvel bætir bara á sig. Þegar við skoðum þetta nánar þá styðja rannsóknir það að konur þola yfirleitt lengri föstur verr. Getur það verið vegna þess að konur hafa hærra kortisól á morgnanna heldur en karlmenn. Líkaminn keyrir það enn meira í botn þegar hann upplifir sig líka í svelti. Því skiptir það meira máli fyrir konur að borða (helst próteinríkt) á morgnanna og passa að æfa ekki á fastandi maga. Þegar við æfum getum við verið að keyra kortisólið enn hærra. Því er alltaf mikilvægt að “tékka inn”. Athuga hvernig okkur líður, hvernig er öndunin? Hvort það sé spenna í kjálkum, herðum, grindarbotni? Finnum svo hvað við þurfum í dag og veljum eftir því. 

Njótum þess að hlusta á líkamann, hvað við þurfum þennan daginn og nýtum styrkleikana okkar útfrá líkamsstarfsemini okkar því þegar við förum að kafa í rannsóknir kemur í ljós að konur eru bara alls ekki litlir karlar.. og það er í góðu lagi.


 
 

© 2025 Grunnform ehf.
201 Kópavogur
Ísland

bottom of page