top of page

Hvað stendur í vegi fyrir hreyfingu?

Við vitum flest öll að það er gott að hreyfa sig. Ávinningur hreyfingar fyrir líkamlega og andlega heilsu er ótvíræður. Þegar við skoðum hversu margir ná viðmiðum Embætti landlæknis um daglega hreyfingu kemur í ljós 60-70% af fullorðnum ná ekki viðmiðum. Hvað stendur í vegi fyrir því að við séum að hreyfa okkur?


Tími virðist vera aðal ástæða þess að einstaklingar ná ekki að hreyfa sig og þá helst skortur á honum!

Hvað “besta hreyfingin” er virðist flækjast fyrir fólki, skiljanlega þar sem offramboð er af möguleikum og mismunandi ráðleggingar hvað er “besta” hreyfingin hverju sinni í takt við nýjustu tísku.

“Allt eða ekkert” hugsun reynist fólki erfið. VIð höfum ímynd af því í huganum hvernig æfing á að líta út. Það verður að vera í spandexgallanum, að fara á ákveðinn stað og taka þvílíkt vel á því annars telur það ekki. Hugsunin hvernig maður gerði þetta einu sinni eða hvernig Solla vinkona er að æfa truflar okkur einnig. Pressan að standa ekki undir þessu öllu og hugsunin "ég hef ekki orku í að gera þetta eins og ég vil".... þá er bara best að gera ekkert.. verður vaninn. Verkir, síþreyta, streita og aðrir sjúkdómar hafa auðvitað mikil áhrif og skiljanlega verður erfitt að finna eitthvað við hæfi. 


Grunnform miðast að því að leysa þessi vandamál. Fjölbreyttar og hnitmiðaðar æfingar/slökun þannig þú getur valið miðað við hvað þú þarft miðað við dagsformið og líðan. Myndböndin miðast að því að það þurfi ekki mikla orku til að framkvæma. Bara skoða “æfingar vikunnar” þar sem vikan er plönuð fyrir þig eða fara í “æfingabankann” og velja sjálf. Æfingarnar eru fjöldbreyttar að tímalengd (5-30 mín) og einnig eru sumar bara í standandi stöðu, sitjandi á stól eða á dýnu á gólfinu, ásamt öllu í bland. 


Komum boltanum af stað saman og náum árangri saman!


 
 

© 2025 Grunnform ehf.
201 Kópavogur
Ísland

bottom of page