Vertu hjartanlega velkomin!
- Ágústa Ýr
- Apr 15, 2025
- 1 min read
Updated: Apr 27, 2025
Markmið mitt með þessari síðu er að þú finnir hreyfingu og slökun sem hentar þér alla daga. Hvernig sem líðanin er, hvort þú hafir næga orku og tíma í að hreyfa þig eða þarft snögga hnitmiðaða hreyfingu sem er bara standandi eða sitjandi á stól. Þá finnur þú það hér!
Æfingarnar eru fjölbreyttar og nota ég mismunandi æfingakerfi og þekkingu sem ég hef sankað að mér á mínum þjálfunarferli sem spannar yfir áratug.
Ég er sjúkraþjálfari, jógakennari með viðbótarréttindi í jóga nidra, stólajóga, yinyoga, öndunarkennslu og bandvefslosun. Ég hef einnig tekið kennaranámskeið í Pilates, Barre og styrktarþjálfun.
Ég starfa í Styrk sjúkraþjálfun og Þraut miðstöð vefjagigtar við hóptímakennslu og fyrirlestra. Hef áður kennt Meðgöngusund, bakleikfimi í vatni og kennt fyrir Gigtarfélagið svo eitthvað sé nefnt. Reynslan mín og áhugi í þjálfun miðast helst að einstaklingum með langvinna verki, vefjagigt, slitgigt og hjarta- og lungnasjúkdóma.
Æfingarnar henta því einstaklingum með ofangreinda kvilla en einnig fyrir alla þá sem eru að koma sér af stað í hreyfingu eða vilja gera hreyfingu að lífstíl.
Grunnform hefur verið hugarfóstur allt frá því ég færði kennsluna mína í Styrk sjúkraþjálfun tímabundið á netið í Covid faraldrinum. Ég hitti mikið af einstaklingum í gegnum vinnuna mína sem glíma við það vandamál að eiga erfitt með að finna hreyfingu og slökun við hæfi á aðgengilegan hátt.
Ef þú hefur ekki fundið neitt sem hentar þér þá vona ég að þú finnir það hér.
Lítil skref verða að stórum breytingum, taktu fyrsta skrefið og skráðu þig!


